Fjölliðamótum í körfubolta frestað - lið Ármanns í sóttkví

Ekkert verður af tveimur fjölliðamótum yngri flokka um helgina.
Ekkert verður af tveimur fjölliðamótum yngri flokka um helgina. mbl.is/Golli

Körfuknattleikssamband Íslands hefur aflýst tveimur fjölmennum fjölliðamótum yngri flokka sem fram áttu að fara um helgina og þá eru leikmenn 1. deildarliðs kvenna hjá Ármanni komnir í sóttkví vegna kórónuveirunnar.

Keppni í minnibolta 11 ára drengja átti að fara fram hjá Fjölni í Grafarvogi um helgina, og keppni 11 ára stúlkna hjá Vestra á Ísafirði. Í fréttatilkynningu KKÍ segir að leitt sé að þessi staða sé uppi en þar sem um fjölmenn mót sé að ræða hafi sambandið talið það samfélagslega ábyrgð að aflýsa mótunum.

Þá kom upp smit hjá leikmanni kvennaliðs Ármanns og þar af leiðandi eru leikmennirnir í sóttkví og tveimur leikjum liðsins hefur verið frestað, gegn Stjörnunni og Njarðvík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert