Langbestur en dugði skammt

Elvar Már Friðriksson er í lykilhlutverki hjá Siauliai.
Elvar Már Friðriksson er í lykilhlutverki hjá Siauliai. Ljósmynd/Sveinn Helgason

Elvar Már Friðriksson átti mjög góðan leik fyrir Siauliai í litháísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag þegar lið hans fékk Alytaus Dzukija í heimsókn í þriðju umferð deildarinnar.

Elvar var stigahæstur hjá Siauliai með 15 stig, átti flestar stoðsendingar, 7 talsins og tók auk þess 4 fráköst. Hann var með langflest framlagsstig, 24 talsins, og lék í 37 mínútur af 40.

Þetta dugði hinsvegar skammt því Siauliai tapaði leiknum 71:102 og er án stiga eftir þrjár fyrstu umferðir deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert