Stjörnumenn lyftu fyrsta bikarnum

Stjörnumenn voru sterkari en Grindvíkingar.
Stjörnumenn voru sterkari en Grindvíkingar. mbl.is/Árni Sæberg

Stjörnumenn lyftu fyrsta bikarnum sem í boði er á tímabilinu í karlaflokki í körfubolta hér á landi er liðið vann 106:86-sigur á Grindavík á heimavelli sínum í Meistarakeppni KKÍ í kvöld. 

Deildarmeistararnir voru með forskot nánast allan leikinn og var staðan í hálfleik 56:50. Góður þriðji leikhluti fór langt með að trygga Stjörnunni sigurinn og var staðan fyrir fjórða leikhlutann 88:69 og öruggur sigur Stjörnunnar varð raunin. 

Slóveninn Mirza Sarajlija var stigahæstur hjá Stjörnunni með 22 stig og Hlynur Bæringsson bætti við 15 stigum og tók 11 fráköst. Dagur Kár Jónsson skoraði 30 stig fyrir Grindavík og Eistlendingurinn Joonas Jarvelainen gerði 25 stig. 

Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar hefja leik í Dominos-deildinni á útivelli gegn Val 2. október á meðan Grindavík fer til Egilsstaða og mætir Hetti kvöldið áður. 

mbl.is