Tekur upp skóna eftir þriggja ára hlé

Þorleifur Ólafsson leikur með Grindavík í viðbót.
Þorleifur Ólafsson leikur með Grindavík í viðbót. Ljósmynd/Grindavík

Körfuknattleiksmaðurinn Þorleifur Ólafsson mun leika með Grindavík á komandi tímabili. Tekur hann upp skóna á nýjan leik eftir þriggja ára hlé frá keppni, en hann hefur allan ferilinn leikið með Grindavík. 

Er Þorleifur, sem er 35 ára, einn sigursælasti leikmaður Grindavíkur. Þá lék hann um tíma með íslenska landsliðinu. Var Þorleifur aðstoðarþjálfari Grindavíkur á síðustu leiktíð og mun áfram sinna því hlutverki meðfram því að spila. 

„Þorleifur hefur líklega aldrei verið í eins góðu líkamlegu ásigkomulagi og mun reynsla hans án efa hjálpa liðinu í vetur. Körfuknattleiksdeild Grindavíkur er í skýjunum með að endurheimta Lalla aftur á parketið!“ segir í yfirlýsingu félagsins á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert