Einn þekktasti þjálfarinn sagði upp

Doc Rivers á hliðarlínunni.
Doc Rivers á hliðarlínunni. AFP

Doc Rivers hefur ákveðið að láta gott heita sem þjálfari Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfuknattleik. 

Tilkynnti hann ákvörðun sína á Twitter í kvöld en vonbrigðin eru mikil í herbúðum Clippers þessara dagana. Liðið var 3:1 yfir gegn Denver Nuggets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar, en tapaði þremur leikjum í röð og Denver leikur til úrslita. Þar með missti liðið af því að leika gegn LA Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar og bjóða upp á rimmu Los Angeles liðanna. 

Saga Clippers í NBA er ekki sérlega glæsileg og því má halda fram að Rivers sé sigursælasti þjálfarinn í sögu liðsins. Hann stjórnaði Clippers í sjö ár og komst liðið í úrslitakeppnina í sex skipti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert