Áfall fyrir Valskonur

Hildur Björg Kjartansdóttir verður frá næstu vikurnar.
Hildur Björg Kjartansdóttir verður frá næstu vikurnar. Ljósmynd/Valur

Körfuknattleikskonan Hildur Björg Kjartansdóttir verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hún fingurbrotnaði á æfingu. Vísir.is greinir frá. 

Hildur lék sinn fyrsta deildarleik með Val er liðið mætti Breiðabliki í 1. umferð Dominos-deildarinnar síðastliðinn miðvikudag. Fór Breiðablik með 71:67-sigur af hólmi en Val var dæmdur sigurinn þar sem Breiðablik notaði ólöglegan leikmann. 

„Ég lenti bara í samstuði á æfingu um helgina. Ég komst svo að því á sunnudag að ég væri með brotinn þumal. Það er talið að þetta taki 3-4 vikur að gróa en það verður endurskoðað í næstu viku. Á meðan er ég í gifsspelku og þjálfa vinstri höndina,“ sagði Hildur við Vísi

Næsti leikur Vals er gegn nýliðum Fjölnis næstkomandi laugardag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert