Breiðablik kærir ákvörðun KKÍ

Fanney Lind Thomas í leik með Breiðabliki á síðustu leiktíð.
Fanney Lind Thomas í leik með Breiðabliki á síðustu leiktíð. mbl.is/Árni Sæberg

Deild­ar­meist­ur­um Vals var úr­sk­urðaður 20:0-sig­ur gegn Breiðabliki í Dominos-deild kvenna í körfubolta þrátt fyrir að Breiðablik hafi unnið leikinn 71:67 síðasta miðvikudag. Fanney Lind Thomas lék með Breiðabliki í leiknum en hún átti vera í leikbanni og taldist því ólögleg. 

Blikar eru allt annað en sáttir með niðurstöðuna og Ívar Ásgrímsson þjálfari Breiðabliks sagði við Vísi í dag að Breiðablik ætli að kæra niðurstöðuna. „Við teljum að þessi niðurstaða standist ekki reglur,“ sagði Ívar við Vísi

Miðviku­dag­inn 11. mars var Fanney úr­sk­urðuð í eins leiks bann vegna tveggja tækni­villna og mót­mæla. Var tímabilinu frestað tveimur dögum síðar og stuttu síðar aflýst vegna kórónuveirunnar. Fyrsti leikurinn eftir að hún var úrskurðuð í bannið var því gegn Val í 1. umferð deildarinnar í vetur. 

Breiðablik var einnig sektað um 250.000 krónur vegna atviksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert