Einn leikmaður Þórs í sóttkví

Frá leik Þórs og Stjörnunnar á síðustu leiktíð.
Frá leik Þórs og Stjörnunnar á síðustu leiktíð. mbl.is/Árni Sæberg

Allir leikmenn körfuknattleiksliðs Þórs frá Þorlákshöfn eru komnir í sóttkví eftir smit innan liðsins. Karfan.is greinir frá. 

Að sögn netmiðilsins hefur smitið ekki áhrif á liðin sem Þór mætti á æfingamóti fyrr í mánuðinum en Þór leik við Keflavík, Grindavík og Njarðvík frá 16 til 24. september. 

Þór á að mæta Haukum fimmtudaginn 1. október á heimavelli en ólíklegt er að sá leikur fari fram á áætluðum tíma. 

Uppfært klukkan 20:20: Umræddur leikmaður þurfti að fara í sóttkví en var ekki með smit líkt og greint var frá upprunalega. Mun leikur Þórs og Hauka því fara fram á tilsettum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert