Frábær úrslit hjá Martin

Martin Hermannsson
Martin Hermannsson mbl.is/Hari

Valencia, lið Martins Hermanssonar, náðu frábærum úrslitum í kvöld þegar liðið burstaði stórveldið Real Madrid á útivelli 93:77. 

Leikurinn var ekki liður í spænsku deildakeppninni heldur í Evrópukeppninni, Euroleague, þar sem bestu lið Evrópu etja kappi. 

Þá keppni hefur Real Madrid marg oft unnið og þarf liðið sjaldan að sætta sig við sextán stiga tap á heimavelli. 

Martin skoraði 6 stig í leiknum, gaf fjórar stoðsendingar á samherja sína og stal boltanum einu sinni. 

Kvöldið var ekki eins skemmtilegt hjá Tryggva Snæ Hlinasyni. Lið hans Zaragoza tapaði fyrir San Pablo Burgos á heimavelli í spænsku úrvalsdeildinni 86:100. 

Tryggvi stóð fyrir sínu. Tók reyndar ekki nema þrjú fráköst en skoraði hins vegar 10 stig og nýtti öll skotin sem hann tók í teignum. Gaf auk þess tvær stoðsendingar og varði þrjú skot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert