Í úrslitum sex ár í röð

Andre Iguodala treður boltanum í körfuna hjá Lakers.
Andre Iguodala treður boltanum í körfuna hjá Lakers. AFP

Bandaríkjamaðurinn Andre Iguodala hjá Miami Heat leikur nú til úrslita um NBA-titilinn í körfuknattleik sjötta árið í röð. Níu aðrir hafa afrekað það í sögu deildarinnar. 

Iguodala var í liði Golden State Warriors sem komst í úrslit fimm ár í röð frá 2015 - 2019. Honum var hins vegar skipt yfir til Memphis Grizzlies sumarið 2019 og þá var ekki útlit fyrir að hann kæmist í úrslit sjötta árið í röð. 

Hann hafði hins vegar lítinn áhuga á að spila með Vancouver og var skipt til Miami Heat í febrúar á þessu ári. Miami kom svo nokkuð á óvart í úrslitakeppninni með því að komast alla leið í úrslit. 

LeBron James er í úrslitum í tíunda sinn en hann lék til úrslita átta ár í röð frá 2011 - 2018. 

Þeir níu sem náð hafa að leika til úrslita sex ár í röð eru: Bill Russell (10), Sam Jones (9), Tom Heinsohn (8), Frank Ramsey (8), LeBron James (8), James Jones (7), K.C. Jones (7), Bob Cousy (7) og Tom Sanders (6), auk Iguodala. 

mbl.is