Miami hélt úrslitaeinvíginu lifandi

Jimmy Butler og LeBron James fóru á kostum í nótt.
Jimmy Butler og LeBron James fóru á kostum í nótt. AFP

Los Angeles Lakers tókst ekki að tryggja sér sinn fyrsta titil í áratug í NBA-körfuboltanum vestanhafs í nótt. Mættust Lakers og Miami Heat þá í fimmta sinn í úrslitaeinvíginu og tókst Miami að vinna 111:108-sigur eftir mikla spennu og minnka muninn í einvíginu í 3:2. 

Var leikurinn hnífjafn og spennandi allan tímann og var Lakers með 108:107-forskot þegar tæp mínúta var eftir. Skoraði Miami fjögur síðustu stigin og tryggði sér sætan sigur. 

LeBron James og Jimmy Butler fóru fyrir sínum liðum; James skoraði 40 stig, tók 13 fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers og Butler gerði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar fyrir Miami Heat. 

Mætast liðin í sjötta sinn annað kvöld og fær Lakers þá annað tækifæri til að vinna sinn 17. meistaratitil og jafna Boston Celtics sem sigursælasta lið deildarinnar frá upphafi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert