Njarðvíkingurinn lék afar vel

Elvar Már Friðriksson
Elvar Már Friðriksson Ljósmynd/Sveinn Helgason

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og félagar hans í Siauliai máttu þola 80:107-tap fyrir Rytas í efstu deild Litháens í körfubolta í kvöld. Þrátt fyrir það lék Elvar vel. 

Skoraði landsliðsmaðurinn 14 stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar á 25 mínútum. Hefur Elvar spilað ágætlega síðan hann kom til Siauliai frá Borås í Svíþjóð fyrir tímabilið. 

Hefur liðið hins vegar farið afleitlega af stað og tapað öllum fimm leikjum sínum til þessa og er á botninum án stiga. 

mbl.is