Tryggvi fínn í enn einu tapinu

Tryggvi Snær Hlinason í landsleik.
Tryggvi Snær Hlinason í landsleik. Ljósmynd/KKÍ/Jónas

Tryggvi Snær Hlina­son, landsliðsmaður í körfuknatt­leik, átti fína innkomu í liði Zaragoza sem tapaði þó einn einum leiknum í spænsku efstu deildinni í kvöld. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum.

Tryggvi byrjaði leikinn á bekknum en spilaði að lokum í 15 mínútur, skoraði tíu stig og tók sex fráköst fyrir Zaragoza sem var yfir í hálfleik, 54:52, en tapaði að lokum 70:67 gegn Gipuzkoa.

Hauk­ur Helgi Páls­son var ekki með Andorra sem vann 69:64-sigur á Manresa á útivelli en hann er á meiðslalistanum og verður frá næstu vikurnar.

mbl.is