Erfitt kvöld hjá Martin

Martin Hermannsson átti ekki sinn besta dag hjá Valencia.
Martin Hermannsson átti ekki sinn besta dag hjá Valencia. Ljósmynd/EuroLeague

Martin Hermannsson var langt frá sínu besta er spænsku liðin Valencia og Barcelona áttust við í Evrópudeildinni í körfubolta, sterkustu keppni álfunnar, í kvöld. Hafði Barcelona að lokum betur á útivelli, 71:66. 

Martin skoraði aðeins eitt stig, gaf tvær stoðsendingar og tók eitt frákast á rúmum 14 mínútum. Var um fyrsta tap Valencia að ræða í keppninni á tímabilinu og er liðið með tvo sigra og eitt tap, eins og Barcelona. 

Haukur Helgi Pálsson og samherjar hans í Andorra máttu þola 66:82-tap fyrir Bologna á heimavelli í Evrópubikarnum.

Haukur skoraði 6 stig fyrir Andorra, tók tvö fráköst og stal einum bolta. Nýtti hann ekki eitt einasta þriggja stiga skot í fimm tilraunum. Andorra er með einn sigur og tvö töp í fyrstu þremur leikjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert