Evrópudeildin dregur í land

Martin Hermannsson í leik með Valencia í september.
Martin Hermannsson í leik með Valencia í september. Ljósmynd/Eurpleague

Martin Hermannssyni og liðsfélögum hans í körfuknattleiksliði Valencia var í dag úrskurðaður 20:0-sigur gegn Zenit frá Pétursborg í leik liðanna í Evrópudeildinni, Euroleague, sem fram átti að fara á Spáni í kvöld.

Kórónuveirusmit kom upp í herbúðum Zenit og var liðið því ekki með átta leikmenn til þess að spila leikinn en Zenit átti einnig að mæta Baskonia um helgina og var Baskonia einnig úrskurðaður 20:0-sigur.

Evrópudeildin sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þeir vilja afnema regluna en til þess að það gangi upp þurfa liðin í keppninni að samþykkja tillöguna.

Í stað þess að liðum verði úrskurðaður sigur verða leikir færðir til eða þeim frestað en frá því að keppnin fór af stað á nýjan leik í október hefur það sex sinnum gerst að liði hefur verið úrskurðaður sigur vegna kórónuveirusmits.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert