Martin og félagar fengu ódýr stig

Martin Hermannsson fyrir miðju í leik með Valencia í Evrópudeildinni.
Martin Hermannsson fyrir miðju í leik með Valencia í Evrópudeildinni. Ljósmynd/EuroLeague

Aganefnd Evrópudeildarinnar í körfuknattleik, Euroleague, hefur úrskurðað að rússnesku meistararnir Zenit Pétursborg tapi leik sínum gegn Martin Hermannssyni og samherjum hans í Valencia sem fram átti að fara á Spáni í kvöld.

Rússarnir áttu að spila tvo leiki á Spáni í vikunnni, gegn Baskonia og Valencia, en í kjölfar þess að kórónuveirusmit kom upp í leikmannahópi Zenit var liðið ekki með átta leikmenn sem gátu spilað leikina.

Samkvæmt reglum deildarinnar telst Zenit því hafa tapað báðum leikjunum 20:0.

mbl.is