Haukur mikilvægur í framlengdum sigurleik

Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson Ljósmynd/Eurocup

Andorra hafði betur gegn San Pablo Burgos á heimavelli í efstu deild Spánar í körfubolta í kvöld, 87:82, eftir framlengdan leik. 

Haukur Helgi Pálsson átti góðan leik fyrir Andorra og skoraði 18 stig og gaf auk þess tvær stoðsendingar. Nýtti hann þrjú þriggja stiga skot í fimm tilraunum. Gekk Haukur í raðir Andorra frá Unics Kazan í Rússlandi fyrir leiktíðina. 

Andorra er með þrjú sigra og þrjú töp eftir sex leiki. Mæta Haukur og félagar rússneska liðinu Lokomotiv Kuban á útivelli í Evrópubikarnum næstkomandi miðvikudag. 

mbl.is