Stórgóður leikur Elvars í enn einu tapinu

Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai.
Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai. Ljósmynd/Sveinn Helgason

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti afar góðan leik fyrir Siauliai þrátt fyrir að liðið þurfti að sætta sig við 76:101-tap fyrir Lietkabelis í efstu deild Litháens í körfubolta í dag. 

Elvar var langstigahæstur í sínu liði með 20 stig og þá tók hann fjögur fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Nýtti hann fjögur af sex þriggja stiga skotum sínum. 

Þrátt fyrir að Elvar hafi leikið afar vel með Siauliai á tímabilinu hefur gengi liðsins verið afleitt og er það án stiga eftir sex leiki og í botnsætinu. 

mbl.is