Mögnuð troðsla Tryggva í dag (myndskeið)

Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum með tilþrifum.
Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum með tilþrifum. Ljósmynd/FIBA

Tryggvi Snær Hlinason og samherjar hans í Zaragoza unnu kærkominn 98:86-heima­sig­ur á Murcia í efstu deild Spán­ar í körfu­bolta í dag. Landsliðsmaðurinn stóri og stæðilegi átti ein bestu tilþrif leiksins er hann skoraði með glæsilegri troðslu, beint eftir innkast. 

Lék Tryggvi í rúm­ar 25 mín­út­ur og skoraði tíu stig og tók níu frá­köst. Brenndi hann ekki af einu ein­asta skoti í leikn­um. Aðeins Dyl­an Enn­is lék meira en Tryggvi hjá Zaragoza eða tæp­lega 31 mín­útu.  

Sig­ur­inn var sá fyrsti hjá Tryggva og fé­lög­um eft­ir fjóra tap­leiki í röð. Er liðið í fjór­tánda sæti deild­ar­inn­ar með fjög­ur stig. 

Troðsluna mögnuðu má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert