Stefna á að hefja leik á ný 13. nóvember

Körfuboltinn gæti byrjað aftur um miðjan næsta mánuð.
Körfuboltinn gæti byrjað aftur um miðjan næsta mánuð. mbl.is/Arnþór Birkisson

Handknattleiks- og körfuboltasambönd Íslands vilja hefja leik á ný á Íslandsmótum sínum 13.-15. nóvember, svo lengi sem lið megi byrja að æfa á ný þann 3. nóvember næstkomandi. Þetta staðfestu Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Róbert Þór Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ við RÚV

„Við erum að horfa á að byrja 13.-15. nóvember en það er ljóst að Dominos-deild kvenna mun ekki hefjast fyrr en í nóvember þegar stelpurnar eru lausar úr sóttkví eftir landsleikjagluggann sem þær fara í 7. nóvember,“ sagði Hannes. 

„Við stefnum á að hefja leik 13.-15. nóvember með allar deildir. Við tökum svo smá pásu í lok nóvember vegna landsleikjaverkefnis A-liðs kvenna en annars er bara áfram gakk,“ sagði Róbert. 

Var síðast leikið 6. október í körfuboltanum hér á landi og 3. október í handboltanum áður en allt var sett á ís vegna kórónuveirunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert