Rúmlega 5.000 áhorfendur sáu lið Martins

Martin Hermannsson var hvíldur í kvöld.
Martin Hermannsson var hvíldur í kvöld.

Rúmlega 5.000 áhorfendur fylgdust með leik Zalgiris Kaunas og Valencia í Evrópudeildinni í körfubolta í kvöld. Er keppnin sú sterkasta í álfunni. Martin Hermannsson leikur með Valencia en hann var hvíldur í kvöld í 94:82-sigri liðsins. 

Bojan Dublijevic og Vanja Marinkovic voru stigahæstir hjá Valencia með 16 stig hvor. Spænska liðið fór upp í toppsæti deildarinnar með sigrinum en liðið hefur leikið fimm leiki og unnið fjóra, eins og Zalgiris. 

Litháísk stjórnvöld hafa greinilega litlar áhyggjur af kórónuveirunni þar sem stúkan í Zalgiris Arena í Kaunas var þéttsetin, eins og sjá má hér fyrir neðan. 

mbl.is