Þórsarar ráða nýjan þjálfara

Þórsarar eru komnir með nýjan þjálfara.
Þórsarar eru komnir með nýjan þjálfara. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur ráðið Bjarka Ármann Oddsson sem þjálfara karlaliðs félagsins og tekur hann við starfinu af Andrew Johnston.

Bjarki hefur áður þjálfað meistaraflokka hjá Þór því tímabilin 2007-2008 og 2008-2009 þjálfaði hann meistaraflokk kvenna. Sumarið 2012 tók Bjarki að sér þjálfun meistaraflokks karla og stýrði liðinu í tvö tímabil þ.e. 2012-2013 og 2013-2014 en þá lék Þór í 1. deild. 

Þar náði Bjarki fínum árangri og fór með liðið bæði tímabilin í umspil um laust sæti í efstu deild. Seinna árið sem Bjarki þjálfaði karlaliðið aðstoðaði hann Ólaf Aron við þjálfun meistaraflokk kvenna á lokasprettinum það tímabilið.

Þórsarar léku einn leik áður en hlé var gert á deildinni vegna sóttvarnaraðgerða stjórnvalda, en liðið fékk skell á heimavelli gegn Keflavík, 74:94. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert