Landsliðsmenn áberandi í Íslendingaslag

Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason voru sterkir er þeir …
Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason voru sterkir er þeir mættust í dag. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Valencia hafði betur gegn Zaragoza, 93:84, í Íslendingaslag í spænsku A-deildinni í körfubolta í kvöld. Var staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann 76:62, Zaragoza í vil en Valencia var miklu sterkari í síðasta leikhlutanum. 

Martin Hermannsson var sterkur hjá Valencia og skoraði 16 stig, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Hitti hann úr fjórum af fimm skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. 

Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik fyrir Zaragoza og skoraði 11 stig og hitti úr öllum fimm skotum sínum utan af velli. Þá tók hann níu fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 

Valencia er í 9. sæti deildarinnar með sex stig og Zaragoza í 14. sæti með fjögur stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert