Tvöföld tvenna í Litháen

Elvar Már Friðriksson heldur áfram að gera það gott í …
Elvar Már Friðriksson heldur áfram að gera það gott í Litháen. Ljósmynd/Sveinn Helgason

Elvar Már Friðriksson átti enn einn stórleikinn fyrir Siauliai þegar liðið heimsótti Nevezis í efstu deild Litháen í körfuknattleik í dag.

Leiknum lauk með 96:77-tapi Siauliai en Elvar Már skoraði 14 stig, gaf ellefu stoðsendingar og tók þrjú fáköst á þeuim 38. mínútum sem hann lék.

Siauliai byrjaði leikinn betur og leiddi með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta, 20:18. Nevezis vann hins vegar annan leikhluta með 13 stiga mun og leiddi með ellefu stigum í hálfleik.

Siauliai minnkaði muninn í 10 stig í þriðja leikhluta en lengra komust þeir ekki og Nevezis fagnaði öruggum sigri í leikslok.

Elvar hefur spilað frábærlega í deildinni á tímabilinu, er með 16 stig að meðaltali í leik og sjö stoðsendingar en hann er í sjöunda sæti yfir þá leikmenn sem hafa staðið sig best tölfræðulega á tímabilinu.

Siauliai hefur hins vegar ekki náð sér á strik og er án stiga í neðsta sæti deildarinnar eða tíunda sæti án stiga eftir fyrstu sjö leiki sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert