Njarðvíkingurinn stóð fyrir sínu

Elvar Már Friðriksson lék vel í dag.
Elvar Már Friðriksson lék vel í dag. Ljósmynd/Sveinn Helgason

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti góðan leik fyrir Siauliai er liðið mátti þola 82:87-tap á útivelli gegn Klaipedos Neptunas í 16-liða úrslitum litháíska bikarsins í dag. 

Mætast liðin tvisvar og fer það lið áfram sem vinnur samanlagt tvær viðureignir. Heimaleikur Siauliai í einvíginu verður spilaður á þriðjudaginn eftir viku. 

Elvar skoraði 19 stig í leiknum í dag, tók fjögur fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hefur Njarðvíkingurinn spilað afar vel þrátt fyrir dapurt gengi Siauliai en liðið er án stiga eftir sjö leiki í litháísku deildinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert