Blikar fá öflugan leikmann

Jón Arnór Sverrisson í leik á móti Breiðabliki.
Jón Arnór Sverrisson í leik á móti Breiðabliki. mbl.is/Hari

Breiðablik hefur fengið öflugan liðsstyrk frá Njarðvík fyrir átökin í næstefstu deild karla í körfuknattleik. 

Leikstjórnandinn Jón Arnór Sverrisson hefur verið lánaður til Breiðabliks samkvæmt frétt Körfunnar.is.

Jón Arnór er 22 ára og hefur smám saman fengið stærra hlutverk í Njarðvík. Hann ætti að reynast öflugur leikmaður í næstefstu deild. 

mbl.is