Zaragoza fékk á baukinn

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Ljósmynd/FIBA

Zaragoza, lið Tryggva Snæ Hlinasonar, átti slæman dag í spænsku ACB-deildinni í körfuknattleik í dag þegar liðið tók á móti Unicaja Málaga. 

Gestirnir frá Malaga unnu stórsigur 92:64 en Zaragoza átti ekki möguleika í síðari hálfleik en jafnt var að loknum fyrri hálfleik 37:37. 

Tryggvi lék í 17 mínútur og skilaði 8 stigum og einu frákasti en varði auk þess tvö skot. 

Zaragoza gekk vel á síðasta tímabili en byrjun á þessu tímabili er áhyggjuefni fyrir liðið en það hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sex leikjunum. Unicaja Malaga er í 10. sæti deildarinnar en Zaragoza í 14. sæti af 19 liðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert