Fer í mál ef ég smitast af þessari veiru

Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins.
Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins. mbl.is/Hari

Undirbúningur íslenska kvennalandsliðsins í körfuknattleik fyrir leiki sína gegn Slóveníu og Búlgaríu í undankeppni EM hefur verið afar óhefðbundinn.

Íslenska liðið hélt út til Grikklands í gærmorgun en liðið mætir Slóveníu 12. nóvember næstkomandi og svo Búlgaríu hinn 14. nóvember.

Báðir leikirnir fara fram á Krít vegna kórónuveirufaraldursins en upphaflega átti Ísland að mæta Búlgaríu í Laugardalshöll 14. nóvember í þessum landsleikjaglugga og svo Grikklandi ytra 17. nóvember.

Kvennalandsliðið fékk undanþágu frá íslenskum stjórnvöldum til þess að æfa fyrir leikina mikilvægu í síðustu viku en æfinga- og keppnisbann er í gildi hér á landi vegna þriðju bylgju faraldursins.

Benedikt Guðmundsson, þjálfari íslenska liðsins, er ósáttur með að leikjunum hafi ekki verið frestað líkt og KKÍ hafði óskað eftir.

„Persónulega finnst mér algjörlega galið að halda þessum glugga til streitu og við í íslenska liðinu erum búin að berjast fyrir því að þessu verði frestað. Okkar hugmynd var að spila tvöfaldan glugga í febrúar en FIBA er eiginlega bara hætt að svara okkur.

Aðrar þjóðir hafa blandað sér í frestunarumræðuna líka enda útgöngu- og ferðabann í mörgum löndum í Evrópu eins og staðan er í dag. Ef ég fæ kórónuveiruna í þessari ferð mun ég fara í mál við FIBA fyrir að setja mig í þessar aðstæður, það er alveg á hreinu!“

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert