Tap hjá Martin í München

Martin Hermannsson og samherjar töpuðu í München.
Martin Hermannsson og samherjar töpuðu í München. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valencia heimsótti þýska stórliðið Bayern München í Euroleague, sterkustu Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik, í kvöld. Bayern hafði betur 90:79. 

Martin Hermannsson skoraði 4 stig fyrir Valencia. Gaf hann 2 stoðsendingar á samherja sína og tók 3 fráköst. 

Valencia er í 6. sæti og hefur unnið fjóra leiki af sjö í keppninni en Bayern er í 2. sæti og hefur unnið sex af átta. 

mbl.is