Ísland fékk skell á Krít

Sara Rún Hinriksdóttir átti magnaðan leik í dag.
Sara Rún Hinriksdóttir átti magnaðan leik í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta fékk skell er liðið mætti Búlgaríu í undankeppni EM í Heraklion á Krít í dag. Urðu lokatölur 74:53 en búlgarska liðið náði góðu forskoti strax í fyrsta leikhluta og var íslenska liðið ekki líklegt til að jafna eftir það. 

Ísland skoraði aðeins sjö stig í fyrsta leikhluta gegn 21 hjá Búlgaríu og þrátt fyrir að sóknarleikurinn hafi batnað til muna í þremur síðustu leikhlutunum dugði það ekki til.

Sara Rún Hinriksdóttir átti stórleik fyrir Ísland og bar liðið á herðum sér. Keflvíkingurinn skoraði 31 stig og tók átta fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði átta stig og var næststigahæst. Dagbjört Dögg Karlsdóttir skoraði sex. 

Íslenska liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í A-riðli og er úr leik í baráttunni um að komast á EM. 

Búlgaría 74:52 Ísland opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert