Drjúgur í Evrópusigri

Martin Hermannsson á fleygiferð í leiknum í kvöld.
Martin Hermannsson á fleygiferð í leiknum í kvöld. Ljósmynd/@@YarisahaBasket

Martin Hermannsson átti góðan leik fyrir Valencia þegar liðið fékk Panathinaikos í heimsókn í Evrópudeildinni í körfuknattleik á Spáni í kvöld.

Leiknum lauk með 95:83-sigri Valencia en Martin skoraði 13 stig í leiknum, ásamt því að taka þrjú fráköst og gefa fjórar stoðsendingar á þeim rúmu nítján mínútum sem hann lék.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en staðan var 45:42 í hálfleik, Valencia í vil. Aðeins munaði þremur stigum á liðunum fyrir fjórða leikhluta en þar skoruðu Spánverjarnir 25 stig gegn 17 stigum Grikkjanna.

Valencia er í fjórða sæti Evrópudeildarinnar með fimm sigra og þrjú töp eftir fyrstu átta leiki sína en Barcelona er í efsta sætinu með sjö sigra og eitt tap.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert