Veiran hafði áhrif á ákvörðun leikmanna

Craig Pedersen kemur til móts við landsliðið á laugardaginn en …
Craig Pedersen kemur til móts við landsliðið á laugardaginn en hann er nú staddur í Danmörku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik verður án Martins Hermannssonar þegar liðið mætir Lúxemborg og Kosovó í forkeppni HM 2023 í Bratislava í Slóvakíu í lok nóvember.

Ísland mætir Lúxemborg 26. nóvember og Kosovó 28. nóvember en Martin verður í eldlínunni með félagsliði sínu Valencia í Evrópudeildinni á sama tíma og landsleikirnir fara fram.

Íslenska liðið er með þrjú stig í öðru sæti B-riðils forkeppninnar, líkt og Slóvakía, en Kósovó er í efsta sætinu með fjögur stig. Tvö efstu lið riðilsins fara svo áfram í undankeppni HM sem hefst í ágúst á næsta ári.

Til stóð að leikirnir tveir færu fram á Íslandi en vegna kórónuveirufaraldursins var ákveðið að spila í Slóvakíu þar sem liðin og fylgdarlið þeirra yrðu í svokallaðri „búbblu“.

Gekk framar vonum

„Þessir tveir leikir leggjast vel í mig en að sjálfsögðu hefði ég viljað spila þá heima á Íslandi eins og til stóð,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við Morgunblaðið en hann kynnti þrettán manna leikmannahóp sinn fyrir verkefnið í gær.

„Það er alltaf jákvætt að koma til Íslands og það er bæði gaman fyrir þá leikmenn sem spila hér á landi sem og þá sem spila erlendis að komast aðeins heim og hitta ættingja og vini. Okkur hefur líka gengið mjög vel á heimavelli undanfarin ár og það hefur verið erfitt að vinna okkur í Laugardalshöllinni.

Það er þess vegna svekkjandi að fá ekki þessa heimaleiki enda um mjög mikilvæga leiki að ræða. Við tökum einn leik fyrir í einu og byrjum á Lúxemborg sem hefur spilað vel að undanförnu. Við þurfum þess vegna að vera fljótir að ná upp takti um leið og liðið kemur allt saman í Slóvakíu á mánudaginn kemur,“ bætti Craig við.

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert