Annað áfall hjá Klay Thompson?

Klay Thompson.
Klay Thompson. AFP

Klay Thompson, einn af lykilmönnum Golden State Warriors í NBA körfuboltanum, meiddist illa á æfingu í gær samkvæmt fréttum frá Bandaríkjunum. 

Thompson var á æfingu og meiddist á fæti en samskiptadeildin hjá Golden State Warriors er mjög varkár vegna málsins og hefur ekki viljað fullyrða neitt enn sem komið er. 

Félagið staðfesti að Thompson hafi meiðst og er óttast að hann hafi slasast í hásin. 

Thompson var í stóru hlutverki í meistaraliði Golden State 2015, 2017 og 2018. Hann meiddist illa í úrslitunum árið 2019 og fyrir vikið missti hann af síðasta keppnistímabili. Hefur hann verið að byggja sig upp fyrir næsta tímabil sem er handan við hornið en virðist nú hafa orðið fyrir öðru áfalli. 

Miðað við skilaboðin sem leikmenn í deildinni sendu honum á Twitter þá virðist sem meiðslin séu alvarleg og gæti haldið honum frá keppni í langan tíma.mbl.is