Breiðablik tapaði málinu

Frá leik Breiðabliks og Fjölnis í september.
Frá leik Breiðabliks og Fjölnis í september. mbl.is/Arnþór Birkisson

Breiðabliki varð ekki ágengt í málarekstrinum vegna leiksins gegn Val í upphafi Íslandsmótsins í körfuknattleik í haust. 

Breiðablik vann þá óvæntan sigur á deildarmeisturum Vals í úrvalsdeild kvenna. Blikar tefldu hins vegar fram leikmanni sem hafði verið úrskurðuð í leikbann undir lok síðasta tímabils en liðlega hálft ár hafði liðið frá því tímabilinu var aflýst síðasta vetur. 

KKÍ snéri við úrslitum leiksins og dæmdi Val sigur en sektaði auk þess Breiðablik um 250 þúsund. 

Breiðablik kærði niðurstöðu KKÍ til aga og úrskurðarnefndar. Hún úrskurðaði í málinu í gær og komst að þeirri niðurstöðu að úrslitin standi og ekki sé hægt að hrófa við sektinni sem stjórn KKÍ lagði á Breiðablik. 

Úrskurðurinn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert