Edwards valinn fyrstur í nýliðavalinu

Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson gegn North Carolina …
Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson gegn North Carolina í NCAA. AFP

Minnesota Timberwolves átti fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í körfuknattleik og valdi Anthony Edwards sem kemur úr Georgía skólanum. 

Edwards er 19 ára gamall og lét eitt ár í háskólaboltanum duga. Hann leikur sem skotbakvörður og vakti þegar mikla athygli í menntaskóla. 

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson gaf kost á sér í nýliðavalinu en var ekki valinn. Hann fundaði með nokkrum NBA-liðum sem sýndu honum áhuga síðasta vor en Jón var ágætlega kynntur í körfuboltaríkinu Norður-Karólínu og víðar eftir framgöngu sína með Davidson. Sérstaklega eftir að hafa verið valinn leikmaður ársins í A10 deildinni árið 2019. 

Atvinnumannaferill Jóns er hafinn en hann leikur með Fraport í Þýskalandi. 

mbl.is