Þjálfari, ekki vísindamaður

Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna.
Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Guðjónsson, þjálfari bikar- og deildarmeistarara Stjörnunnar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, er einn þeirra sem eru ósáttir við æfingabann íslenskra stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins.

Þjálfarinn hefur verið duglegur að viðra skoðanir sínar á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en síðasti leikur Garðbæinga í úrvalsdeildinni, Dominos-deildinni, var 91:86-sigur gegn Val á Hlíðarenda, 2. október.

Þjálfarar í efstu deildum karla og kvenna í körfuknattleik sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu á mánudaginn síðasta þar sem þeir skoruðu á yfirvöld að leyfa æfingar afreksíþróttafólks en þeirri beiðni var hafnað.

„Það er svo sem alveg eðlilegt að svona beiðni sé hafnað þegar hún er send inn af þjálfurum en markmiðið með þessu var fyrst og fremst að opna umræðuna, sýna KKÍ stuðning og reyna að ýta aðeins við ÍSÍ í leiðinni,“ sagði Arnar í samtali við Morgunblaðið.

„Ég veit ekki alveg hvað ég á að gagnrýna ÍSÍ mikið en það hefur allavega mjög lítið heyrst frá þeim. Í mars var tekin ákvörðun um að aflýsa tímabilinu í körfuboltanum og ég vil að það komi skýrt fram að ég var 100% sammála þeirri ákvörðun. Við vorum að glíma við óþekkta veiru og vissum lítið við hverju var að búast.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert