Drjúgur þrátt fyrir stórt tap

Jón Axel Guðmundsson er að spila mjög vel í Þýskalandi.
Jón Axel Guðmundsson er að spila mjög vel í Þýskalandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Axel Guðmunds­son átti góðan leik í stórtapi Fraport Skyliners gegn Oldenburg í þýsku efstu deildinni í körfuknattleik, 86:69.

Jón Axel skoraði 12 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók fjögur fráköst á þeim 32 mínútum sem hann spilaði en það dugði skammt fyrir botnlið deildarinnar sem hefur enn ekki unnið leik eftir fyrstu þrjár umferðirnar.

Grindvíkingurinn gaf kost á sér í nýliðaval­i NBA-deildarinnar á dögunum en var ekki val­inn. Hann fundaði með nokkr­um NBA-liðum sem sýndu hon­um áhuga síðasta vor en Jón var ágæt­lega kynnt­ur í körfu­bolta­rík­inu Norður-Karólínu og víðar eft­ir fram­göngu sína með Dav­idson. Sér­stak­lega eft­ir að hafa verið val­inn leikmaður árs­ins í A10 deild­inni árið 2019. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert