Fagnaði áttunda sigrinum í röð

Hilmar Smári ræðir við þjálfara sinn.
Hilmar Smári ræðir við þjálfara sinn.

Hilmar Smári Henningsson og samherjar hans í ungmennaliði Valencia halda áfram að gera það gott en liðið hafði betur gegn Puerto Sagunto í EBA-deild spænska körfuboltans, en hún er fjórða efsta deild Spánar.

Lokatölur urðu 98:62 og sem fyrr lék Hilmar Vel, en á rúmum 20 mínútum skoraði hann 9 stig, tók 3 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Valencialiðið hefur unnið alla átta leiki sína á tímabilinu til þessa. 

Bakvörður­inn, sem er tví­tug­ur, skrifaði und­ir tveggja ára samn­ing við Valencia í apríl á síðasta ári. Hann lék með Hauk­um og Þór Ak­ur­eyri áður en hann hélt til Spán­ar og var val­inn besti ungi leikmaður Dom­in­os-deild­ar­inn­ar tíma­bilið 2018/​19.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert