Gasol til Lakers?

Marc Gasol í leik með Toronto Raptors.
Marc Gasol í leik með Toronto Raptors. AFP

Spænski miðherjinn Marc Gasol er sagður hafa gert tveggja ára samning við NBA-meistara LA Lakers í körfuknattleik. Þetta herma heimildir ESPN.

Gasol, sem er 35 ára gamall, var síðast á mála hjá Toronto Raptors, þar sem hann varð NBA-meistari árið 2019.

Gasol var valinn af LA Lakers í nýliðavali NBA- deildarinnar árið 2007, en spilaði þó aldrei með liðinu þar sem honum var skipt til Memphis Grizzlies. Í hina áttina fór þá eldri bróðir hans, Pau Gasol.

Fari svo að Marc semji við Lakers yrði það í fyrsta sinn í sögu NBA-deildarinnar sem bræður hafa spilað fyrir sama lið í deildinni.

Gasol bræður hafa aldrei spilað saman með félagsliði en hafa um langt árabil verið samherjar í spænska landsliðinu í körfuknattleik og unnið þar heimsmeistara- og Evróputitla í sameiningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert