Sigur hjá Martin í Tyrklandi

Martin Hermannsson í leik með Valencia í Euroleague.
Martin Hermannsson í leik með Valencia í Euroleague. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Valencia vann góðan sigur gegn tyrkneska liðinu Fenerbahce í Euroleague, sterkustu Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik karla, í Istanbúl kvöld. Hafði Valencia betur, 90:86, í hörkuleik.

Martin Hermannsson skoraði 3 stig fyrir Valencia. Auk þess gaf hann 3 stoðsendingar á samherja sína og tók 4 fráköst.

Valencia er eftir sigurinn í 4. sæti deildarinnar og hefur unnið sjö leiki af 10. Fenerbahce er í 13. sæti og hefur unnið fjóra leiki af 11.

mbl.is