Thelma atkvæðamikil í fyrsta leiknum

Thelma Dís Ágústsdóttir.
Thelma Dís Ágústsdóttir. mbl.is / Hari

Thelma Dís Ágústsdóttir, körfuknattleikskona frá Keflavík, var stigahæst í fyrsta leik sínum í bandaríska háskólaboltanum, NCAA, á tímabilinu. 

Thelma skoraði 19 stig fyrir Ball State University og tók einnig sjö fráköst gegn Milwaukee Panthers. 

Ball State skólinn er í Indiana og er Thelma á þriðja vetri í skólanum. 

Thelma var vafalítið í íslenska landsliðinu sem til dæmis lék tvo leiki á dögunum en leikmenn í háskólaliðunum fá hins vegar sjaldnast leyfi til að spila með landsliðum sé þess óskað. Ekki nema færi til þess gefist á sumrin. 

mbl.is