Lakers samdi við LeBron James

Enn er mikill kraftur í LeBron James þótt orðinn sé …
Enn er mikill kraftur í LeBron James þótt orðinn sé 35 ára. AFP

Los Angeles Lakers hefur tryggt sér krafta LeBron James út keppnistímabilið 2022-2023 og meistaraliðið verður því áfram byggt í kringum kappann. 

Fyrri samningur James hefði runnið út næsta sumar. Nú þegar fyrir liggur að James verði áfram þá má búast við því að Anthony Davis geri einnig nýjan samning við Lakers. Ef félaginu tekst að halda launagreiðslum undir launaþaki NBA. 

Davis gerði aðeins eins árs samning þegar hann kom til Lakers á frjálsri sölu sumarið 2019. Davis stóð sig virkilega vel á síðasta tímabili þegar Lakers varð meistari en hann og James virðast njóta þess að spila saman. 

mbl.is