Martin sterkur í sigri – erfitt hjá Tryggva

Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason áttu ólíku gengi að …
Martin Hermannsson og Tryggvi Snær Hlinason áttu ólíku gengi að fagna í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Martin Hermannsson og samherjar hans hjá Valencia unnu 68:61-útisigur á Fuenlabrada í spænsku A-deildinni í körfubolta í kvöld.

Martin skoraði 11 stig, tók 2 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 18 mínútum. Eftir þrjá tapleiki í röð í deildinni er Valencia búið að vinna síðustu tvo og er liðið í áttunda sæti með sex sigra og sex töp.

Slæmt gengi Tryggva Snæs Hlinasonar og félaga í Zaragoza hélt hins vegar áfram því liðið tapaði á útivelli, 81:88, gegn Joventut Badalona. Tryggvi skoraði 6 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar á 26 mínútum.

Tapið var það sjötta í röð hjá Zaragoza og er liðið í 16. sæti af 19 liðum með tvo sigra og tíu töp.

mbl.is