Barcelona burstaði Valencia

Martin Hermansson.
Martin Hermansson. Ljósmynd/@YarisahaBasket

Valencia sótti ekki gull í greipar stórveldisins Barcelona þegar liðin mættust í Katalóníu í kvöld í Euroleague, sterkustu Evrópukeppninni hjá félagsliðum. 

Barcelona vann 89:72 en Martin Hermannsson skoraði fjögur stig fyrir Valencia. 

Barcelona er í 2. sæti í deildinni en rússneska stórliðið CSKA Moskva er í efsta sæti. Valencia er í 7. sæti í deildinni. 

mbl.is