Sigur á toppliðinu í öðrum leik Kára

Kári Jónsson í leik með íslenska landsliðinu.
Kári Jónsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/FIBA

Körfuknattleiksmaðurinn Kári Jónsson og félagar í spænska B-deildarliðinu Girona unnu 84:82-sigur á toppliði Castello í framlengdum leik í kvöld. Þetta var aðeins annar leikur Kára fyrir félagið en hann gekk til liðs við Girona í síðasta mánuði.

Kári spilaði 18 mínútur fyrir gestina, skoraði þrjú stig, tók eitt frákast og gaf eina stoðsendingu en þetta var aðeins þriðji sigur liðsins á tímabilinu eftir níu umferðir. Girona er nú með 12 stig í 9. og næstneðsta sæti en Castello er á toppnum með 21 stig.

mbl.is