Sá yngsti í sögu NBA-deildarinnar

LaMelo Ball í leiknum í nótt.
LaMelo Ball í leiknum í nótt. AFP

Körfuknattleiksmaðurinn LaMelo Ball varð í nótt sá yngsti í sögunni til að ná þrefaldri tvennu í NBA-deildinni er lið hans Charlotte Hornets vann 113:105-sigur á Atlanta Hawks. Sjö leikir fóru fram í nótt.

Ball er aðeins 19 ára gamall en hefur heldur betur skotist fram á sjónarsviðið. Hann skoraði 22 stig í nótt, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar er Charlotte vann sinn þriðja sigur í röð. Terry Rozier var stigahæstur með 23 stig og P.J. Washington skoraði 22 stig.

Þá þurfti San Antonio Spurs framlengingu til að leggja Minnesota Timberwolves að velli, 125:122, þar sem DeMar DeRozan átti stórleik, skoraði 38 stig, tók fimm fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Úrslitin í nótt
Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 113:105
Indiana Pacers - Phoenix Suns 117:125
Washington Wizards - Miami Heat 124:128
Milwaukee Bucks - Cleveland Cavaliers 100:90
Minnesota Timberwolves - San Antonio Spurs 122:125 (frl.)
Dallas Mavericks - Orlando Magic 112:98
Sacramento Kings - Portland Trail Blazers 99:125

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert