Tvöföld tvenna Elvars í kærkomnum sigri

Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai.
Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai. Ljósmynd/LKL

Elv­ar Már Friðriks­son var með tvöfalda tvennu í 94:88-útisigri Siauliai á Neptunas í lit­háíska körfu­bolt­an­um í dag og unnu Elvar og félagar þar afar dýrmæt stig í botnbaráttu deildarinnar.

Elvar skoraði 11 stig, tók 11 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar á þeim rúmu 30 mínútum sem hann spilaði er Siauliai vann aðeins sinn þriðja leik á tímabilinu en tólf umferðir eru liðnar. Liðið er í 10. og neðsta sæti deildarinnar en Neptunas er í 8. sæti með fjóra sigra.

Liðin mættust fyrr í vikunni í fyrri viðureign sinni í bikarkeppninni og töpuðu Elvar og félagar þar 91:76 á heimavelli. Liðin mætast aftur á heimavelli Neptunes eftir viku í síðari bikarviðureigninni.

mbl.is