Mun spila eins lengi og hægt er

Helena Sverrisdóttir í leik með Val.
Helena Sverrisdóttir í leik með Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helena Sverrisdóttir, sem af mörgum er talin snjallasta körfuknattleikskona sem fram hefur komið hérlendis, segist ætla að spila eins og lengi og hún getur. 

Netmiðillinn Karfan.is birti viðtal við Helenu sem er nú í barneignarfríi frá íþróttinni í annað sinn en hún er samningsbundin Val. Helena er 32 ára en hefur verið viðloðandi meistaraflokk í tæpa tvo áratugi þar sem hún var tekin afar ung inn á meistaraflokksæfingar hjá Haukum. 

Helena er í viðtalinu spurð hversu lengi hún gæti hugsað sér að spila. „Ég hef verið að fá þessa spurningu af og til og líka bara spurt sjálfa mig að þessu. Svarið mitt er einfaldlega að á meðan mér finnst enn þá gaman í körfu og á meðan líkaminn heldur þá spila ég. Þegar ég hætti mun ég pottþétt þjálfa og vera mikið í kringum körfubolta, ég segi bara, hví ekki að spila bara eins lengi og maður getur, ég ætla að gera það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert