Valinn í lið vikunnar

Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai.
Elvar Már Friðriksson í leik með Siauliai. Ljósmynd/LKL

Landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson er í liði vikunnar í litháísku A-deildinni í körfuknattleik en deildin birti úrvalslið sitt í dag.

Elvar var í lykilhlutverki hjá Siauliai, einu sinni sem oftar, þegar lið hans lagði Neptunas að velli á sunnudaginn, 93:88. Hann skoraði ellefu stig og átti ellefu stoðsendingar, og fékk samtals 25 framlagsstig, sem var þriðja hæsta stigatalan í síðustu viku í deildinni.

mbl.is