Óstöðvandi á útivöllum

James Harden og LeBron James eigast við í Houston.
James Harden og LeBron James eigast við í Houston. AFP

Velgengni Los Angeles Lakers á útivöllum hélt áfram í nótt þegar liðið lagði Houston Rockets að velli í Texas, 117:100. Meistararnir í Lakers hafa þar með unnið alla sex útileiki sína á tímabilinu á meðan þeir eru aðeins með 50 prósent árangur í sex heimaleikjum.

LeBron James skoraði 26 stig fyrir Lakers og tók 8 fráköst og Anthony Davis skoraði 19 stig og tók 10 fráköst. Christian Wood skoraði 18 stig fyrir Houston og James Harden 16.

Kevin Durant átti stórleik með Brooklyn Nets sem lagði Denver Nuggets, 122:116. Hann skoraði 34 stig, átti 13 stoðsendingar og tók 9 fráköst. 

Joel Embiid skoraði 45 stig og tók 15 fráköst fyrir Philadelpia 76ers sem vann Miami Heat 137:134 í framlengdum leik. Þar af skoraði hann 35 stig í seinni hálfleik og framlengingunni.

Úrslitin í nótt:

Philadelpia - Miami 137:134 (framlenging)
Brooklyn - Denver 122:116
Cleveland - Utah 87:117
Houston - LA Lakers 100:117
Oklahoma City - San Antonio 102:112
Golden State - Indiana 95:104
Chicago - Boston frestað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert